Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Aldrei fleiri ferðaþjónustufyrirtæki frá Suðurnesjum á Mannamótum
Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra leit við á Mannamótum og er hér á spjalli við ferðaþjónustufólk frá Suðurnesjum.
Miðvikudagur 23. janúar 2019 kl. 09:55

Aldrei fleiri ferðaþjónustufyrirtæki frá Suðurnesjum á Mannamótum

Ekki hafa fleiri fyrirtæki af Reykjanesi mætt til leiks á Mannamót og hefur viðburðurinn aldrei verið glæsilegri og íburðarmeiri. Öll met voru slegin á frábærum degi í Kórnum í Kópavogi þar sem 800 gestir ráku inn nefið og kynntu sér ferðaþjónustu á landsbyggðinni hjá 270 sýnendum. Aukningin er um 30% frá því í fyrra.

Starfsfólk Markaðsstofu Reykjaness hefur unnið ötullega að skipulagi Mannamóts undanfarna mánuði ásamt markaðsstofunum um allt land. Frábært samstarf sem sífellt er að styrkjast.
Mannamót er mikilvægur vettvangur til að sýna þann kraft sem landsbyggðarfyrirtæki í ferðaþjónustu búa yfir og þá fjölbreyttu flóru þjónustu sem boðið er uppá um allt land.
Þau fyrirtæki sem voru fulltrúar Reykjaness voru 14 talsins og vonandi verða þau enn fleiri að ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fulltrúar frá Suðurnesjum 2019:
Urta Islandica ehf.
Whale Watching Reykjanes
Eldey Airport Hotel
Veitingahúsið Vitinn
Röstin
Lighthouse-Inn
Fjórhjólaævintýri ehf
Rokksafn Íslands
Bus4u Iceland ehf
BB Hótel, Keflavík Airport
Hotel Service KEF Airport ehf
Duus Safnahús
Reykjanes Unesco Global Geopark
Geo Hotel