Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 28. október 1999 kl. 11:13

ALDAMÓTADISKUR RÚNNA JÚLL

„Þetta er uppgjör á ferlinum, tímamótaútgáfa í lok aldar“, sagði Rúnar Júlíusson en fyrsta vetrardag kom út nýr geisladiskur er ber heitir „Dulbúin gæfa í tugatali“. Rúnar segir þetta lög frá 37 ára tónlistarferli sínum, 52 vinsælustu lög hans á tveimur geislaplötum. Þetta spannar frá byrjun rokktímabils og til dagsins í dag. Þar af eru fjögur splunkuný lög, samin á haustdögum 1999. Í þessum aldamótapakka eru lög sem Rúnar hefur sungið með Hljómum, Trúbroti, GCD, Unun, Áhöfninni á halastjörnunni, Lónlí blú bojs svo einhver bönd séu nefnd. Eins eru lög sem Rúnar hefur sungið á einherjaferli sínum. Auk laga og texta stórpopparans geymir platan lög og texta flestra þeirra sem staðið hafa uppúr í rokkflóru Íslands í gegnum tíðina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024