Akurskóli útskrifar nemendur í 10. bekk í fyrsta sinn
Fimmtu skólaslit Akurskóla fóru fram í fyrradag á sal skólans. Þessi skólaslit voru söguleg fyrir þær sakir að Akurskóli útskrifaði í fyrsta sinn nemendur í 10. bekk en það voru 35 stoltir nemendur sem tóku við viðurkenningar- og hrósskjölum sem samnemendur og kennarar þeirra höfðu útbúið. Þessi árgangur hefur ætíð verið elsti árgangurinn í skólanum og hefur vaxið og dafnað með honum síðustu fimm árin. Skólaslitin voru einstaklega hátíðleg og að athöfn lokinni voru kaffiveitingar í boði foreldra.