Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Akurskóla slitið í áttunda sinn
Laugardagur 8. júní 2013 kl. 09:07

Akurskóla slitið í áttunda sinn

Skólaslit Akurskóla fóru fram fimmtudaginn 6.júní og er Akurskóla nú slitið í áttunda sinn. Árið var viðburðarríkt og voru þeir sem fluttu ávörp, þær Helga Eiríksdóttir deildarstjóri, Bryndís Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri og Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri sammála um að það hefði verið afar farsælt og skemmtilegt. Að þessu sinni voru sex skólaslit í skólanum, aldursskipt. Nemendur skólans sem stunda nám við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spiluðu á hverri athöfn. Hver einasti nemandi Akurskóla kom upp á svið og kennarar hópanna lásu upp hrós frá samnemendum og kennurum.

10. bekkur var svo útskrifaður kl. 14:00 sama dag. Þar flutti skólastjóri ávarp, fulltrúi nemenda Isabel Guðrún Gomez talaði, umsjónarkennarar voru með ræðu, nemendur fengu útskriftarskjöl og þeir sem skarað hafa fram úr fengu viðurkenningar. Allir nemendur voru kvaddir með rós. Eftir athöfn var foreldrum og forráðamönnum boðið til kaffisamsætis í skólanum og var það notalega stund.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nemendur sem fengu viðurkenningar við útskrift:

Berglind Björgvinsdóttir, framúrskarandi námsárangur.
Isabel Guðrún Gomez, framúrskarandi námsárangur.
Ísabella Ögn Þorsteinsdóttir, framúrskarandi námsárangur.
Karítas Lára Rafnkelsdóttir, framúrskarandi námsárangur.
Laufey Soffía Pétursdóttir, framúrskarandi námsárangur.
Ólafur Andri Magnússon, framúrskarandi námsárangur.
Sóley Ösp Sverrisdóttir, framúrskarandi námsárangur.

Alexander Hauksson, framúrskarandi árangur í ensku og miklar framfariri í námi og félagsfærni.

Vignir Örn Ágústsson og Gabríel Mattía Luppi fengu viðurkenningu fyrir fórnfúst starf í félagsstörfum nemenda.