Dubliner
Dubliner

Mannlíf

Airwaves tónleikar í Bláa lóninu á morgun
Föstudagur 16. október 2009 kl. 10:44

Airwaves tónleikar í Bláa lóninu á morgun

Tónleikar í Bláa Lóninu í tengslum við Airwaves tónlistarhátíðarinnar eru einn vinsælasti viðburður hátíðarinnar. Tónleikarnir í ár verða haldnir frá kl 13.30 - 15.30 laugardaginn 17. október. Tónlistin verður í höndum DJ Margeirs og mun hann spila tónlist af Blue Lagoon Soundtrack 2 plötunni sem kom út í ágúst á þessu ári.

Diskurinn inniheldur 16 frábær lög - hljóðblönduð í eina samfellda heild með flytjendum eins og Bat For Lashes, Chromatics, Air, Hauki Morthens & Erlu Þorsteinsdóttur sem og sérstök Gluteus Maximus Rework útgáfa af Hjálma laginu Hafið sem var sérstaklega endurunnin fyrir þessa útgáfu. Blue Lagoon Soundtrack 2 fylgir eftir Blue Lagoon Soundtrack sem hefur selst í tæplega 5000 eintökum en hún kom í verslanir 2006 og er enn að seljast gríðarlega vel enda tímalaus klassík og skyldueign inn á öll heimili.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk


Samstarf Bláa Lónsins og Margeirs hefur varað um árabil og er gott dæmi um nýsköpunarverkefni sem er afrakstur listamannsins Margeirs og fyrirtækis sem byggir starfsemi sína á einstakri endurnýjanlegir náttúruauðlind. Þessi magnaða plata er hljóðblönduð til að fanga hið einstaka jafnvægi milli gífurlegs sköpunarkraftsnáttúrunnar & vísindanna sem virkja hana.


Tónlistarunnendur ættu ekki að láta þessa einstöku uppákomu framhjá sér fara.


Dubliner
Dubliner