Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Áhugaverð sýning
Þriðjudagur 31. mars 2009 kl. 14:04

Áhugaverð sýning


Sýningin Völlurinn – nágranni innan girðingar var opnuð í Duushúsum í gær að viðstöddu fjölmenni. Óhætt er að segja að um mjög áhugaverða og forvitnilega sýningu er að ræða en henni er ætlað að varpa ljósi á það hvaða áhrif herstöðin á Miðnesheiði hafði sem vinnustaður og nágranni á byggðalögin í kring. Á sýningunni eru kynstrin öll af munum og myndefni sem varpa ljósi á þetta. Á meðal gesta voru fyrrum starfsmenn á Vellinum sem greinilega höfðu gaman af að rifja upp gamla tíma.

Meðfylgjandi myndir eru frá opnuninni í gær en fleiri myndir má sjá á ljósmyndavef Víkurfrétta hér á vefnum.



Björgvin Halldórsson hreifst mjög þeim hluta sýningarinnar sem fjallar um útvarpsstöð hersins.  Á meðal er muna er fyrsti hljóðneminn sem notaður var í Kanaútvarpinu, algjör toppgræja að sögn Bjögga.

VFmyndir/elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024