Áhugaverð ljósmyndasýning áhugaljósmyndara
Nú stendur yfir áhugaverð og fjölbreytt ljósmyndasýning í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, þar sem 25 meðlimir í Fókus sýna hvað hver og einn þeirra er að fást við í ljósmyndun. Þetta er sjötta ljósmyndasýning Fókus.
Fókus, félag áhugaljósmyndara, var stofnað 11. apríl 1999 og hélt því upp á 5 ára afmæli sitt fyrr á árinu. Félagið er með aðsetur sitt í Reykjavík og er opið öllu áhugafólki um ljósmyndun, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Í félaginu eru um 60 félagsmenn og er markmið þess að virkja ljósmyndun sem áhugamál hjá fólki og skapa um leið öflugan vettvang fyrir félagsmenn til að sinna þessu áhugamáli sínu. Eitt af markmiðum félagsins er að standa fyrir ljósmyndasýningum. Félagið heldur úti öflugri vefsíðu www.fokusfelag.is þar sem hægt er að nálgast nánari upplýsingar um félagið.
Sýningin er opin á opnunartíma Ráðhússins frá kl. 08:00 - 19.00 virka daga og frá kl. 12.00 - 18:00 um helgar. Sýningunni lýkur 21. september.
Meðfylgjandi er mynd sem er á sýningunni: Sterna Paradisaea - Ljósmyndari: Amason.