Áhugaverð ganga um Reykjanes á morgun
Gengið verður í Fjárskjólshraunshelli í umdæmi Grindavíkur og gúlparnir skoðaðir, haldið niður í Keflavík eftir fornri rekagötu, skoðaður gatkletturinn og hluti gamla bergsins og síðan gengið upp í Bálkahelli og leyndardómar hans skoðaðir. Gangan er á vegum FERLIRs. Oftar en ekki hafa fundist nýjar leiðir um hellinn í hvert sinn er hann hefur verið gaumgæfður. Loks verður komið við í hinum þjóðsagnakennda Arngrímshelli/Gvendarhelli. Mæting er neðan við Stóru-Eldborg kl. 10:45.