Áhugaljósmyndarinn: Garðskagi í uppáhaldi
Guðmundur Sigurðsson er búsettur í Garðinum og giftur Karen Ástu Friðjónsdóttur. Þau eiga fjögur börn og fjögur barnabörn svo það er nóg að gera. Guðmundur starfar sem rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Ljósmyndaáhuginn vaknaði fyrir alvöru eftir aldamótin þegar hann eignaðist myndavél af gerðinni Canon 400D. Guðmundur segir að mikið frelsi fylgi stafrænni ljósmyndun.