Áhrif þessarar farsóttar munu hafa langvarandi áhrif
Jóngeir H. Hlinason er úr Vogum og starfar sem deildarstjóri hjá Vinnumálastofnun. Hann vinnur heiman frá sér og þá hefur samkomubann mikil áhrif á starfið. Já, nánast allir fundir, ráðstefnur og fleira sem ég ætlaði að sækja hefur verið felld niður um óákveðinn tíma“. Jóngeir svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttir um COVID-19.