Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Áheyrnarprufur fyrir stúlknakór í Reykjanesbæ
Alexandra Chernyshova, kórstjóri og stofnandi Draumaradda
Mánudagur 28. nóvember 2022 kl. 10:50

Áheyrnarprufur fyrir stúlknakór í Reykjanesbæ

Áheyrnarprufur fyrir stúlknakórinn Draumaraddir, stúlknakór Söngskóla Alexöndru, fara fram 3. desember næstkomandi. Kórinn er fyrir stúlkur á aldrinum átta til sextán ára og kennt verður í Reykjanesbæ einu sinni í viku. Áhugasamir þátttakendur þurfa að undirbúa eitt lag fyrir áheyrnarprufuna og hefjast stúlknakórs æfingar strax á eftir en þær verða á laugardögum á milli 10:30-11:30.

Æfingagjöld eru 25.000 kr. fyrir önnina og verður kennt einu sinni í viku í 12 vikur frá og með 3. desember. Æfingarnar fara fram á Guðnýjarbraut 21 í Reykjanesbæ. Fyrirhugað er á dagskrá Draumaradda í vetur að taka þátt í Nýárstónleikum Gala í Reykjanesbæ í janúar, jólasöng í Reykjanesbæ, tónlistarmyndbandi við eitt lag og hátíðarsöng á alþjóðadegi kvenna, 8. mars. Þá verður lögð sérstök áhersla á fjölbreytta klassíska- og dægurlaga kórtónlist. 

Kórstjóri og stofnandi Draumaradda er Alexandra Chernyshova sópran söngkona, tónskáld, kennari, kórstjóri og skólastjóri Söngskóla Alexöndru. Árið 2020 fékk hún Menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir framlag sitt í menningarmálum, þá hefur hún einnig unnið mörg alþjóðleg verðlaun og keppnir fyrir söng sinn og tónsmíðar. Á Suðurnesjum hefur hún stýrt Skólakór Stóru-Vogaskóla og Stúlknakór í Grindavík. Áður fyrr stýrði hún skólakórnum Spangólandi úlfar í Hvalfjarðarsveit, stúlknakór Norðurlands Vestra og óperukórnum Ópera Skagafjarðar. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skráning í kórinn fer fram í gegnum tölvupóstfangið [email protected] fyrir 1. desember. Nafn og aldur þátttakanda sem og nafn, sími og netfang forráðamanns þurfa að koma fram í tölvupóstinum.

Heimasíðu Alexöndru má finna hér: https://www.alexandrachernyshova.com