Áhersla á menningartengda ferðaþjónustu
Saltfisksetur Íslands í Grindavík var stofnað þriðjudaginn 24. apríl sl. Á stofnfundinum gerðust 13 fyrirtæki og einstaklingar stofnendur auk Grindavíkurbæjar.Stofnframlög nema nú þegar kr. 2.320.000.- Einstök framlög eru á bilinu kr. 10.000.- til 200.000. Setrið er sjálfseignarstofnun og mun setja upp og reka sýningu tileinkaða saltfiski.
Markmið sýningarinnar eru m.a. að safna saman og varðveita muni og myndir sem segja sögu saltfisksins í þeim tilgangi að kynna fyrir almenningi og ferðamönnum mikilvægi þessa atvinnuvegar fyrir íslenskt samfélag. Að sinna fræðslustarfi fyrir skóla og aðrar menntastofnanir um saltfiskvinnslu og samfélagsleg áhrif hennar á Íslandi og að veita afþreyingu fyrir ferðamenn sem sækja Grindavík heim. Einnig á að kynna fyrir gestum saltfisk, bragð hans og gæði með sérstakri áherslu á hreinleika íslensku vörunnar og fjölbreytta möguleika í matargerð.
Þeir sem áhuga hafa geta skráð sig sem stofnendur fram til 1. júní n.k. Eyðublöð liggja frammi á bæjarskrifstofunni í Grindavík. Einnig er hægt að tilkynna nafn, kennitölu og upphæð stofnframlags á tölvupósti [email protected]
„Björn G. Björnsson sýningarhönnuður var fenginn til að leggja mat á hugmyndina að stofnun Saltfiskseturs. Hann skilaði greinargerð þar sem m.a. er að finna teikninguna sem birtist í 6. tbl. Járngerðar og er tillaga um uppsetningu/útlit sýningarinnar. Gert er ráð fyrir að gestir verði leiddir um sögu veiða og vinnslu allt frá fornu fari og til nútímans. Viðfangsefnið er því viðamikið og sýningin metnaðarfull í samræmi við það“, segir Gunnlaugur Einarsson ferðamálafullrúi Grindavíkurbæjar.
Í greinargerð Björns um setrið segir m.a.: „Mikil áhersla er nú lögð á menningartengda ferðaþjónustu. Víða um land draga menn fram sérstöðu og sérkenni bæja og byggðarlaga og setja upp sýningar sem draga að sér ferðamenn. Ágæt dæmi eru Galdrasýningin á Ströndum, Síldarminjasafn á Siglufirði, Jöklasýning á Höfn, Njálusýning á Hvolsvelli og Heklumiðstöð í Landsveit…Framleiðendur í Grindavík hafa löngum verið stærstir í verkun og sölu á saltfiski hér á landi og full ástæða til að minna á þátt Grindavíkur í sjávarútvegi á Íslandi”.
Á stofnfundinum voru eftirtaldir aðilar skipaðir í stjórn: Dagbjartur Einarsson, Petrína Baldursdóttir, Guðmundur Einarsson, Björn Haraldsson og Einar Njálsson.
Markmið sýningarinnar eru m.a. að safna saman og varðveita muni og myndir sem segja sögu saltfisksins í þeim tilgangi að kynna fyrir almenningi og ferðamönnum mikilvægi þessa atvinnuvegar fyrir íslenskt samfélag. Að sinna fræðslustarfi fyrir skóla og aðrar menntastofnanir um saltfiskvinnslu og samfélagsleg áhrif hennar á Íslandi og að veita afþreyingu fyrir ferðamenn sem sækja Grindavík heim. Einnig á að kynna fyrir gestum saltfisk, bragð hans og gæði með sérstakri áherslu á hreinleika íslensku vörunnar og fjölbreytta möguleika í matargerð.
Þeir sem áhuga hafa geta skráð sig sem stofnendur fram til 1. júní n.k. Eyðublöð liggja frammi á bæjarskrifstofunni í Grindavík. Einnig er hægt að tilkynna nafn, kennitölu og upphæð stofnframlags á tölvupósti [email protected]
„Björn G. Björnsson sýningarhönnuður var fenginn til að leggja mat á hugmyndina að stofnun Saltfiskseturs. Hann skilaði greinargerð þar sem m.a. er að finna teikninguna sem birtist í 6. tbl. Járngerðar og er tillaga um uppsetningu/útlit sýningarinnar. Gert er ráð fyrir að gestir verði leiddir um sögu veiða og vinnslu allt frá fornu fari og til nútímans. Viðfangsefnið er því viðamikið og sýningin metnaðarfull í samræmi við það“, segir Gunnlaugur Einarsson ferðamálafullrúi Grindavíkurbæjar.
Í greinargerð Björns um setrið segir m.a.: „Mikil áhersla er nú lögð á menningartengda ferðaþjónustu. Víða um land draga menn fram sérstöðu og sérkenni bæja og byggðarlaga og setja upp sýningar sem draga að sér ferðamenn. Ágæt dæmi eru Galdrasýningin á Ströndum, Síldarminjasafn á Siglufirði, Jöklasýning á Höfn, Njálusýning á Hvolsvelli og Heklumiðstöð í Landsveit…Framleiðendur í Grindavík hafa löngum verið stærstir í verkun og sölu á saltfiski hér á landi og full ástæða til að minna á þátt Grindavíkur í sjávarútvegi á Íslandi”.
Á stofnfundinum voru eftirtaldir aðilar skipaðir í stjórn: Dagbjartur Einarsson, Petrína Baldursdóttir, Guðmundur Einarsson, Björn Haraldsson og Einar Njálsson.