Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Áheitamaraþon: Keflavíkurstúlkur safna fyrir danmerkurferð
Mánudagur 3. mars 2003 kl. 08:52

Áheitamaraþon: Keflavíkurstúlkur safna fyrir danmerkurferð

Um helgina stóð 3. flokkur stúlkna í fótboltadeild Keflavíkur fyrir áheitamaraþoni í íþróttahúsi Njarðvíkur, en tilgangurinn var að safna fyrir æfingaferð til Danmerkur í sumar. Stúlkurnar spiluðu fótbolta í hálfan sólarhring og tóku margir foreldrar þátt í spilamennskunni með krökkunum, en þjálfari stelpnanna er Elis Kristjánsson. Stelpurnar vilja þakka öllum þeim fyrirtækjum sem hétu peningaupphæð á þær.

VF-ljósmynd: Stelpurnar með þjálfara sínum Elis Kristjánssyni í íþróttahúsið Njarðvíkur á laugardagskvöldið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024