Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ágústnóttin ekki eins björt og júnínóttin…
Þriðjudagur 4. ágúst 2009 kl. 13:38

Ágústnóttin ekki eins björt og júnínóttin…

Bjartar sumarnætur eru á undanhaldi og dimmar nætur taka við. Ófá lög hafa verið samin um ágústnætur, sem munu víst vera meðal þeirra rómatískustu á dagatalinu.

Einar Guðberg tók meðfylgjandi mynd ofan af efstu hæð í háhýsinu við Pósthússtræti í Reykjanesbæ. Eins og sjá má er orðið talsvert rökkur þegar sólin sekkur í sæ við Snæfellsjökulinn.

Ágústnóttin er alls ekki eins björt og júnínóttin. Það birtir hins vegar snemma morguns og Suðurnesjamenn hafa verið heppnir með veður í sumar og því hefur morgunsólin oft glatt fólk fyrir allar aldir.

Nú er hins vegar byrjað að rigna hér Suður með sjó og þeir eru einhverjir sem þakka fyrir rigninguna, enda gróður víða að skrælna eftir langvarandi þurrka.

Ljósmynd: Einar Guðberg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024