Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 22. júlí 1999 kl. 22:25

ÁGÚSTA H. GÍSLADÓTTIR SKRIFAR:

Umferðaröryggisfulltrúa svarað. Kæri Jón! Þakka þér tilskrif þín en verð þó að segja þér að ekki varð ég ánægð með það sem ég vil kalla fullyrðingar þínar, því ekki rökstyður þú né tiltekur stað ,tíma né kennileiti bíls eða bíla né ökumanna sem ásakanir þínar beinast að. Eftir ítarlega könnun sem fram fór hér á vinnustaðnum eftir að þetta var birt í blöðunum, því bréf þitt var póstsent 6. júlí og barst mér því ekki fyrr en eftir að ég las blöðin, vil ég taka fram og leiðrétta þessi atriði sem um var fjallað. Um bílbeltanotkun ökumanna og farþega. Einn af vinnubílunum svokölluðu er árgerð 1986 og eru því engin bílbelti fyrir aðra en bílstjórann og farþegans við hlið hans. Einnig vil ég benda þér á REGLUR um undanþágu frá notkun öryggisbeltis.î þar stendur í 2. gr. „Ennfremur er ekki skylt að nota öryggisbelti a. Við akstur í atvinnuskyni þar sem hraði er jafnan lítill og hlutaðeigandi þarf að fara úr og í bifreiðina með stuttu millibili.“ Þar sem þú hefur reynslu sem flokkstjóri í bæjarvinnu þá þekkir þú vinnulagið og veist þar með að þessi regla á hér við en þegar um lengri vegalengdir er um að ræða þá á hún ekki lengur við. Ekki mæli ég því bót að aka beltislaus og legg það ekki í vana minn hvorki í vinnu né utan, enda kveða vinnureglur hér á um að farið sé að landslögum. Um of marga farþega í bílunum. Vinnureglurnar kveða einnig á um að ekki séu fleiri farþegar í bílunum en tryggðir eru og eru flokkstjórar sér vel meðvitaðir um ábyrgð sína og skyldur varðandi þessi mál. Ef þessar reglur hafa verið brotnar, þar hef ég aðeins þín orð þar sem þú gafst þig aldrei fram og taldir farþegana út úr bílunum, vil ég meina að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð og það hefur þú ekki gert. Um vonir þínar um að við getum átt samvinnu vil ég ekki ýta undir ef það eru svona vinnubrögð sem þú kallar samvinnu, því þetta kalla ég einstefnu. Með von um betri og vandaðri samskipti í framtíðinni kveð ég þig Jón Gröndal. Bestu kveðjur fyrir hönd Unglingavinnu Grindavíkurbæjar Ágústa H. Gísladóttir verkstjóri Áhaldahúss.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024