Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Afþreying: Phil Dunphy í miklu uppáhaldi
Miðvikudagur 30. júlí 2014 kl. 14:49

Afþreying: Phil Dunphy í miklu uppáhaldi

Brynjar Steinn Haraldsson er 16 ára Keflvíkingur búsettur í Njarðvík. Hann var í Heiðarskóla en er á leið í FS í haust. Brynjar hefur mikið verið að hlusta á hljómsveitina Disclosure undanfarið og horfir mest á stutta grínþætti.

Bók
Engan þarf að öfunda eftir Barnara Demick, sex sögur flóttamanna frá N-Kóreu að segja sögur af lífi sínu í N-Kóreu, hvernig þau voru heilaþvegin af leiðtogum sínum og fylgdu þeim í einu og öllu. Bók sem hélt manni við efnið allan tímann. Hef samt mest verið að lesa glæpaskáldsögur undanfarið t.d. Mýrin eftir Arnald Indriðason

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Tónlistin
Hef verið að hlusta mikið á plötuna Settle með Disclosure undanfarið. Lagið þeirra January hefur verið á heilanum mikið þessa stundina, annars hlusta ég mest á rapp/hip-hop t.d. Big Sean, Kanye West og svo hef ég verið að kíkja svolítið á oldschool rapp undanfarið eins og gamla  Snoop Doggy Dogg, Tupac og Mos Def.

 

Þættir
Uppáhaldsþátturinn minn um þessar mundir er Top Gear þar sem ég er mikill áhugamaður um bíla og svo eru þeir þrír miklir húmoristar og gaman að fylgjast með hverju þeir taka upp á.
Ég horfi samt mest á stutta grínþætti því að maður hefur ekki alltaf mikla þolinmæði. Modern Family er þannig þáttur og líka mjög fyndinn þar sem að Phil Dunphy er karakter í miklu uppáhaldi hjá mér.