Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Afþreying: Getur ekki lagt frá sér sálfræðibók
Miðvikudagur 7. september 2016 kl. 06:00

Afþreying: Getur ekki lagt frá sér sálfræðibók

- Sálfræðineminn Valgeir Elís Marteinsson mælir með Sölku Völku

Valgeir Elís Marteinsson er 28 ára gamall Sandgerðingur búsettur í Keflavík. Hann starfar sem kaffibarþjónn á Cafe Petite. Valgeir er að byrja sína fyrstu önn í sálfræði við Háskóla Íslands í september. Aðspurður af hverju hann valdi sálfræði segist hann vilja vita af hverju hausinn á fólki virkar eins og hann gerir og vill skilja fólk betur. Hann er orðinn spenntur fyrir náminu og er strax byrjaður að lesa námsefnið af miklum áhuga. Honum finnst gaman að gefa til baka til samfélagsins og hefur verið sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp síðustu tvö jól.


Bækur
Ég er núna að lesa bók sem heitir Ertu viss? sem er námsbók fyrir sálfræði. Mjög áhugaverð bók sem fjallar um skynsemi, hjátrú og ranghugmyndir fólks. Ég ákvað að byrja að lesa hana áður en skólinn myndi byrja til að létta undir álagi yfir önnina en svo er bókin svo áhugaverð að ég hef varla getað lagt hana frá mér. Þessi bók er tilbreyting frá síðustu bók sem ég las sem var skáldsagan Salka Valka eftir Halldór Laxnes. Hún var furðulega góð. Sýndi hvernig lífið var á þeim tíma sem bókin var skrifuð, stéttarskiptinguna og mikið um pólitík í henni. Mæli með henni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Plötur
Ég hlusta mikið á Tracy Chapman, BB King og bara allt sem er gamalt og gott. Lagið sem ég er með á heilanum núna er Sail Away með David Gray sem er klassík frá tíunda áratugnum. Ég hlusta mest á gamla þægilega tónlist en hlusta líka alveg á raftónist, en mér finnst eins og tónlist eigi að hafa einhverja sál sem finnst best í gömlum góðum lögum. Ég verð samt að viðurkenna að Justin Bieber er „guilty pleasure“ hjá mér eins og hjá svo mörgum öðrum.

Sjónvarpsþáttur
Uppáhaldsþátturinn minn þessa dagana er Queen of the South. Þetta er bandarísk drama þáttaröð sem fjallar um konu sem lendir í ánauð fíkniefnabaróns. Meira segi ég ekki til að eyðileggja ekki söguþráðinn fyrir fólki. Game of Thrones, Breaking Bad og Shameless eru ofarlega á topplistanum mínum. Það er samt bandaríska Shameless sem ég horfi á, ég reyndi að horfa á bresku útgáfuna en ég gat það ekki, fannst það svo gervilegt því ég var búinn að sjá hina þættina. Ég hef rosalega gaman af Sci-Fi þáttum. Ég er nýbúinn að horfa á Stranger Things í einni syrpu. Þeir eru geðveikir.