Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Aftan Festival VIII 3. febrúar
Mánudagur 31. janúar 2005 kl. 16:56

Aftan Festival VIII 3. febrúar

Fimmtudaginn 3. febrúar verða tónleikarnir „Aftan Festival VIII“ haldnir á Mamma Mía í Sandgerði. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 en gömul og ný andlit munu troða upp á þessu ört vaxandi fyrirbæri. Að þessu sinni koma fram Magni Freyr, Hlynur Þór, Sverrir og Raggi Helga.

Magni Freyr er 26 ára söngvari í hljómsveitinni TommyGun Preachers. Honum til halds og trausts þetta kvöld verður Smári gítarleikari í TommyGun. Þetta er í fyrsta skipti sem Magni kemur fram á Aftan Festivali.

Hlynur Þór, einnig 26 ára, hefur komið áður fram á Aftan Festivali og var með lag á geisladisknum Aftan Festival I. Búast má við þónokkru af nýju efni frá honum.

Sverrir (23) og Raggi Helga (17) koma í fyrsta sinn fram á Aftan Festivali. Sá síðarnefndi er meðlimur í unghljómsveitinni Pointless en Sverrir stígur sín jómfrúarspor á sviði á fimmtudagskvöldið.

Tónlistarunnendur eru hvattir til þess að mæta á tónleikana á fimmtudaginn og fylgjast með því ferskasta sem er að gerast í tónlistinni á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024