Aftan festival í Sandgerði á morgun
Aftan festival verður haldið á Mamma mía í Sandgerði á morgun fimmtudaginn 23. júní kl. 21:00.
Fram koma:
Bragi Ingimars
Johnny and The Band
Hobbitarnir
Sandgerðingurinn Bragi Ingimars hefur ekki verið mjög áberandi nafn í tónlistarlífi Suðurnesjanna. Hann er þó lunkinn lagahöfundur og samdi m.a. lag tileinkað Sandgerðisdögum 2007.
Johnny and The Band er þriggja manna hljómsveit sem á rætur í Reykjavík, í Vík í Mýrdal og í Höfnum á Reykjanesi. Þótt bandið sé nýlegt eru meðlimir þess margreyndir tónlistarmenn með hinum ýmsu hljómsveitum.
Hobbitarnir hafa spilað mikið fyrir Suðurnesjamenn undanfarin ár og eru eftirsóttir í spílerí við alls konar tækifæri. Á Aftan festivalinu á fimmtudaginn ætla þeir að þeir að gramsa í lagasafninu sínu og syngja og spila efni sem þeir fá ekki oft tækifæri til að flytja.
Frítt er inn á Aftan festival og það er 18 ára aldurstakmark. Aftan festival er stutt af Menningarráði Suðurnesja.
Mynd: Hobbitarnir í góðum gír