Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

AFTAN festival á Sandgerðisdögum
Þriðjudagur 24. ágúst 2010 kl. 08:38

AFTAN festival á Sandgerðisdögum

AFTAN festival verður haldið á veitingastaðnum Mamma mía í Sandgerði miðvikudaginn 25. ágúst 2010. Festivalið er hluti af dagskrá Sandgerðisdaga og og má búast við léttri og þægilegri kaffihúsastemmningu. Fram koma: Sibba og Marína, Soffía Björg, Guðmundur Hreins og Fjarkarnir. Tónleikarnir hefjast á slaginu 21:00, frítt inn og 18 ára aldurstakmark. Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á www.sandgerdisdagar.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sibba og Marína

Sigurbjörg Hjálmarsdóttir og Marína Ósk Þórólfsdóttir kenna báðar við tónlistarskólann í Sandgerði og hafa margsinnis komið fram saman og í sitthvoru lagi. Þær eru báðar hluti af söngtríóinu Konfekt sem hefur gert garðinn frægan víða.

Soffía Björg

Soffía Björg Óðinsdóttir lærði söng við Söngskóla Reykjavíkur og er nú í tónlistarnámi við Tónlistarskóla FÍH. Soffía lærði nýverið á gítar og hefur uppfrá því samið eigið efni.

Guðmundur Hreins

Guðmundur Hreinsson er betur þekktur sem gítarleikarinn í Sandgerðísku hljómsveitinni „Axlarbandið“ en mun koma fram einn með gítarinn á þessu AFTAN festivali.

Fjarkarnir

Fjarkarnir eru pönkskotið polka hljómsveit sem er að vekja mikla athygli þessa dagana. Fjarkarnir sem munu leika á þessum tónleikum eru: Jón Ólafur, trommur. Starkaður, hljomborð (og hugsanleg söngur). Lárus, gítar, bassi, söngur. Bjarni, saxófónn (og hugsanlega klarinett). Henning, bassi, gítar, söngur.