Aftan festival 1 á netið
Búið er að setja plötuna "Aftan festival 1" inn á veraldarvefinn. Með því að fara inn á slóðina www.hi.is/~olafuro og velja "Tónlist" er hægt að hlusta á öll lögin á þessari einstöku plötu sem var gefin út fyrr á árinu sem nú er senn liðið. Platan var gerð í takmörkuðu upplagi og því kjörið að fólk njóti tónlistarinnar á þennan máta.