Aftan festival - Gleði og ljúfir tónar
Aftan festival fer fram á Vitanum í Sandgerði fimmtudaginn 27. ágúst 2009. Fram koma Rósin okkar, Örvar, Sveinbjörn & Siguróli og Hobbitarnir. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21:30, það er 18 ára aldurtakmark og frítt inn.
Sandgerðingurinn Kristján Kristmannsson snýr aftur á fornar slóðir, nú sem meðlimur hlómsveitarinnar Rósarinnar okkar sem spilar einkum írska og íslenska þjóðlagatónlist. Þessi fimm manna hljómsveit er nokkura ára gömul og hefur einstakt lag á að ná upp hinum sanna tón þjóðlagahefðarinnar.
Örvar er samstarfsverkefni þeirra Odds Inga Þórssonar úr Lokbrá og Valgeirs Gestssonar úr Jan Mayen. Saman skapa þeir lágstemmda og rólega tónlist sem lætur fáa ósnortna.
Sveinbjörn og Siguróli eru bræður úr Sandgerði sem eru að stíga sín fyrstu skref á tónlistarsviðinu. Þeir þykja mjög efnilegir tónlistarmenn sem eiga eflaust eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni.
Hlynur Þór og Óli Þór eru dúettinn Hobbitarnir og eru þekktir fyrir að halda uppi góðri stemmingu þar sem fólk kemur saman til að gera sér glaðan dag. Þeir eiga sér þó líka mýkri hlið þar sem þeir flytja frumsamið efni í bland við eigin útsetningar á lögum meistaranna. Sú hlið verður sýnd á Vitanum á fimmtudaginn.
Aftan festival er vettvangur tónlistarmanna í Sandgerði og nágrannasveitarfélögum til að koma list sinni á framfæri. Í þetta skiptið fara tónleikar fram á Vitanum í upphafi Sandgerðisdaga sem fara fram síðustu helgina í ágúst.
Mynd: Dúettinn Hobbitarnir mun spila á Vitanum - þó ekki þessir Hobbitar...