Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Afreksskjöldur með heimsmeti Más á Courtyard by Marriott hótelinu
Már við afreksskjöldinn á hótelinu. Með honum eru forráðamenn Aðaltorgs og Marriott og Gunnar Már faðir hans.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 14. maí 2021 kl. 11:01

Afreksskjöldur með heimsmeti Más á Courtyard by Marriott hótelinu

Hótelið styrkir sundmanninn Má Gunnarsson

Afreksskjöldur með heimsmeti Más á Courtyard by Marriott hótelinu

Hótelið styrkir sundmanninn Má Gunnarsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Afreksskjöldur með heimsmeti Más Gunnarssonar, sundmanns úr ÍRB, hefur verið settur upp í Marriott by Courtyard hótelinu í Reykjanesbæ. Eigendur hótelsins vildu með því vekja athygli á árangri Más og hafa ásamt fleiri aðilum á Suðurnesjum stutt myndarlega við sundmanninn sem setti heimsmet á dögunum.

Már er farinn til keppni á Evrópumótinu í sundi á
Madeira og stefnir á Ólympíuleikana í Japan í sumar. Hótelið mun bjóða viðskiptavinum sínum og veitingastaðarins The Bridge að styrkja Má með 250 króna framlagi.

Már setti heimsmet í 200 metra baksundi á Íslandsmóti í 50 metra laug, sló þar nærri þrjátíu ára gamalt met og bætti um rúma sekúndu.

Már afhjúpaði afreksskjöldinn sem er festur upp á eina af burðarsúlum Courtyard by Marriott. Hann þakkaði fyrir stuðninginn og hélt stutta tölu að viðstöddum stuðningsaðilum og fjölskyldu. Már, sem einnig er tónlistarmaður, flutti tvö lög við þetta tækifæri.

Afreksskjöldurinn er að sjálfsögðu einnig með  texta á blindraletri.