Mannlíf

Áfram gakk
Þriðjudagur 29. júlí 2014 kl. 10:12

Áfram gakk

Reykjanegönguferðir í hellaskoðun

Reykjanesgönguferðir halda ótrauðar áfram á miðvikudögum, en að þessu sinni verður gengið frá Gíghæð um Arnarseturshraun, þar sem skoðaðir verða nokkrir hellar, án þess þó að fara mikið inn í þá en gott að taka með sér ljós til þess að sjá dýrðina. Hluta af leiðinni verður gengið í einni stærstu og fallegustu hrauntröð á Íslandi. Sagt verður frá hvaðan og hvenær þetta magnaða hraun rann um þetta stóra svæði. Leiðsögumaður verður Rannveig Garðarsdóttir en lagt verður af stað frá Vesturbraut 12 klukkan 19:00.

Sjá síðu Reykjanesgönguferða á facebook.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024