Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Afrakstur Þemadaga til Bjargarinnar
Á myndinni eru Kristján Ásmundsson skólameistari, þemanefnd skólans, ásamt forsvarsmönnum Bjargarinnar við afhendingu styrksins.
Miðvikudagur 4. maí 2016 kl. 09:59

Afrakstur Þemadaga til Bjargarinnar

Hinir árlegu þemadagar Fjölbrautaskóla Suðurnesja voru haldnir dagana 18. til 19.febrúar undir yfirskriftinni „Sælla er að gefa en að þiggja“.

Einkennisorð daganna vísa til þess að áhersla var á að safna til góðra málefna.  Á fimmtudag voru námskeið og fyrirlestrar og í hádeginu var boðið upp á skemmtiatriði á sal.  Þá var kaffihús í gangi og þar rann allur afrakstur til góðgerðamála.  

Eitthundrað þúsund krónur söfnuðust og lögðust margir á eitt að söfnunin tókst sem skildi og ber þá helst að nefna, nemendur, starfsfólk skólans, tónlistarfólk, Skólamatur, Sigurjónsbakarí, Valgeirsbakarí og fleiri velunnarar.

Afrakstur daganna rann til Geðræktarmiðstöðvarinnar á Suðurnesjum „Björgin“ og var styrkurinn afhentur forsvarsmönnum Bjargarinnar þann 28.apríl síðastliðinn.
 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024