Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Afmælisveisla fyrir 100 ára Grindvíking
Mánudagur 7. maí 2012 kl. 16:42

Afmælisveisla fyrir 100 ára Grindvíking



Valgerður Guðmundsdóttir, elsti núlifandi Grindvíkingurinn, varð 100 ára í gær 6. maí. Flestir Grindvíkingar þekkja hana sem Völu í Lundi. Hún býr enn heima hjá sér í Lundi en er í dagvist í Víðihlíð fimm daga vikunnar.

Ættingjar og vinir Valgerðar hittust á Ísólfsskála í gær til að halda upp á afmælið og þrátt fyrir að Valgerður hafi sjálf sagt að hún vildi helst ekki neitt tilstand vegna afmælisins mætti hún að sjálfsögðu veisluna. Um 70 manns mættu í veisluna á Ísólfsskála sem fór fram í blíðskaparveðri.

Í dag mætti Valgerður í dagvistunina og þar var einnig haldin afmælisveisla. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri færði henni blómvönd og kveðjur frá bæjarstjórninni.

Eftir því sem næst er komist verður hún fyrsti Grindvíkingurinn sem nær hundrað ára aldri.

Frétt frá Grindavík.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024