Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Afmælistilkynningar á vf.is - SigurðurAlbertsson 75 ára
Fimmtudagur 26. nóvember 2009 kl. 17:14

Afmælistilkynningar á vf.is - SigurðurAlbertsson 75 ára

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigurður Albertsson, fyrrverandi tollvörður verður 75.ára þann 30.nóvember n.k. Í tilefni afmælisins mun hann taka á móti ættingjum og vinum í Frímúrarahúsinu við Bakkastíg, 260, Reykjanesbæ, laugardaginn 28.nóvember n.k. frá kl.18.00 -21.00.

Við látum fylgja með mynd hér að neðan af Sigurði frá Evrópumóti öldunga í Leiru í sumar en Sigurður hefur verið einn mesti afrekskylfingur Golfklúbbs Suðurnesja síðustu áratugi. Hann hefur leikið með landsliðum öldunga i 17 ár samfleytt. Þá hefur hann átta sinnum orðið Íslandsmeistari í öldungaflokkum. Víkurfréttir senda Sigurði bestu afmæliskveðjur.

Birting afmælistilkynninga hefur verið fastur liður í prentútgáfu Víkurfrétta en nú verður gerð tilraun með að birta þær á vefútgáfunni, hér á vf.is.
Þeir sem vilja koma á framfæri afmælistilkynningum vegna stærri afmæla geta sent þær á netfangið [email protected]