Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Afmælissýning í Gefnarborg á laugardag
Þriðjudagur 6. júní 2006 kl. 21:22

Afmælissýning í Gefnarborg á laugardag

Laugardaginn 10. júní á leikskólinn Gefnarborg í Garði 35 ára starfsafmæli. Leikskólinn var upphaflega stofnaður af kvenfélaginu Gefn 10. júní 1971 en árið 1986 tók Gerðahreppur við rekstrinum og bauð hann síðan út.

Alla tíð síðan hefur leikskólinn verið í einkarekstri. Á þessum tíma hefur leikskólinn tekið miklum breytingum. Í haust mun leikskólinn stækka þegar tekin verður í notkun ný deild sem er í byggingu. Í tilefni afmælisins verður sýning í leikskólanum næstkomandi laugardag frá kl. 12:00 – 15:00.

Þar verða til sýnis ýmis skemmtileg verk sem börnin hafa unnið, kynning á þróunarverkefninu “Virðing og jákvæð samskipti” og ýmislegt fleira.

Fólk er hvatt til að koma og sjá hve mikið og skemmtilegt starf fer fram í Gefnarborg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024