Afmælissýning Brunavarna Suðurnesja í Kjarna
Á Ljósanótt hélt félag starfsmanna Brunavarna Suðurnesja upp á 40 ára afmæli sitt. Glæsileg sýning var opnuð í Slökkviliðsstöðinni og skoðaði fjöldi manns sýninguna. Víða var leitað fanga við öflun efnis við gerð sýningarinnar. Í samvinnu við Bókasafn og ByggðasafnReykjanesbæjar hefur verið ákveðið að gefa almenningi kost á að skoða hluta af sýningunni í Kjarna, Hafnargötu 59, til 26. september.