Afmælissýning á slökkvistöðinni
Í tilefni af 40 ára afmæli Félags starfsmanna Brunavarna Suðurnesja verður sett um glæsileg afmælissýning í slökkvistöðinni á Ljósanótt þar sem gamall búnaður og bílar verða til sýnis ásamt gömlum myndum og blaðagreinum úr hinum ýmsu miðlum. Þar má sjá sögu slökkviliðsins í máli og myndum en sýningin spannar tímabilið frá því að slökkviliðið var stofnað þann 15. apríl 1913 og til dagsins í dag.
Einnig hefur verið unnið myndband þar sem sjá má myndskeið frá eftirminnilegum brunum auk kynningar á þeirri starfsemi sem fer fram innan veggja slökkvistöðvarinnar.