Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Afmælislundur sprettur við Kamb
Myndarlegur hópur sem tók að sér að gróðursetja plönturnar í Innri-Njarðvík. VF/Hilmar Bragi
Föstudagur 21. júní 2024 kl. 10:28

Afmælislundur sprettur við Kamb

Íbúar Reykjanesbæjar, sem fæddir voru árið 1994, og fagna 30 ára afmæli eins og Reykjanesbær á þessu ári voru boðaðir í skemmtilegan viðburð við Kamb í Innri-Njarðvík í afmælisviku bæjarins. Þar voru gróðursett þrjátíu tré af ýmsum tegundum í því sem á að verða afmælislundur Reykjanesbæjar.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nokkrir þrítugir bæjarbúar svöruðu kallinu, tóku sér skóflu í hönd og grófu þrjátíu holur í móanum við Kamb. Þar var plöntunum svo komið fyrir með góðum óskum um að þær myndu vaxa og dafna eins og bæjarfélagið.

Áður en ráðist var í gróðursetninguna ávarpaði bæjarstjórinn hópinn og af orðum bæjarstjóra má ráða að ekki verði mörg ár í að þarna verði Reykjanesbær skógi vaxinn og kominn fallegur lundur með stórum trjám. Þegar plönturnar þrjátíu voru komnar á sinn stað var hópnum svo stillt upp í fallega hópmynd. Vonandi verður svo tekin önnur mynd á sama stað að tíu árum liðnum, þegar Reykjanesbær fagnar 40 ára afmæli.

Frá gróðursetningunni við Kamb í síðustu viku.