Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Afmælishátíð Landsbankans
Föstudagur 30. júní 2006 kl. 18:02

Afmælishátíð Landsbankans

Landsbankinn heldur upp á 120 ára afmæli sitt á morgun og verður vegleg dagskrá í gangi í öllum útibúum bankans og er útibúið í Keflavík engin undantekning þar á.

Dagskráin hefst kl. 12.30 og verður mikið um dýrðir. Meðal þeirra sem koma fram er hljómsveitin hjálmar, gítarleikarinn Þorvaldur Már Guðmundsson og Idol-stjarnan Bríet Sunna.

Einnig verður boðið upp á skemmtilega dagskrá fyrir börnin, andlitsmálun, fótbolta, grillaðar pylsur og afmælisköku.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024