Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Afmælishátíð Hljómahallar á laugardaginn
Sögu Hljómahallar má lesa á þremur síðum í Víkurfréttum vikunnar.
Fimmtudagur 4. apríl 2024 kl. 10:15

Afmælishátíð Hljómahallar á laugardaginn

Hljómahöll fagnar tíu ára afmæli næstkomandi laugardag, 6. apríl, en Hljómahöll var formlega opnuð þann 5. apríl 2014. Af því tilefni verður opið hús á milli 14:00 og 17:00.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, flytur afmælisávarp. Tónlist verður flutt í Stapa, Bergi og á Rokksafni Íslands. Á meðal þeirra sem koma fram eru Páll Óskar, Bríet, Friðrik Dór, Fríða Dís, Bambalína og fjöldi atriða frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vínylplötumarkaður verður á staðnum í tilefni dagsins og verður Tónlistarskóli Reykjanesbæjar með opið hús og sýnir aðstöðuna sína. Myndasýningar verða frá starfi Hljómahallar undanfarin tíu ár. Boðið verður upp á léttar veitingar. Þá verður ókeypis aðgangur að Rokksafni Íslands um afmælishelgina dagana 5.–7. apríl.