Afmælisfögnuður á Hótel Keflavík og Diamond Suites
Mikil uppbygging á síðustu árum með 5 stjörnu hóteli, veitingastað, bar og salarkynnum
Hótel Keflavík fagnar 35 ára afmæli í dag, 17. maí, en það var stofnað árið 1986 af Jóni William Magnússyni, Unni Ingunni Steinþórsdóttur og syni þeirra Steinþóri Jónssyni hótelstjóra. Hótelið hefur verið rekið af fjölskyldunni og á sömu kennitölunni öll þessi 35 ár.
„Uppbyggingin á Hótel Keflavík hófst töluvert áður en svæðið varð eins ferðamannavænt og það er í dag, til að mynda var Bláa lónið ekki komið til sögunnar né Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hluti af þessari miklu uppbyggingu er opnun fyrsta fimm stjörnu hótels landsins, Diamond Suites sem opnaði formlega 17. maí 2016 og fagnar nú 5 ára afmæli.
Hótel Keflavík hefur ekki hætt endurbótum eftir opnun Diamond Suites en en það má með sanni segja að við séum nú nýjasta hótelið á svæðinu enda búið að endurbyggja allt rýmið upp á nýtt. Móttaka, veitingastaður, barir, eldhús, gistihús, lúxussvítur, ráðstefnu- og veislusalir hefur allt verið betrumbætt með miklum framkvæmdum síðastliðin misseri. Við erum nú í þann mund að leggja allt kapp á að klára endurnýjun á fjögurra stjörnu herbergjum okkar,“ segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri.
Í tilefni afmælisins verður boðið upp á afmælistilboð og þá verða ýmsar uppákomur eins og leiksýning og bröns þar sem félagar í Leikfélagi Keflavíkur skemmta börnum á KEF 22. og 23. maí. Þá mun trúbadorinn Guðlaugur Ómar haldi uppi stemmningu föstudagskvöldið 21. maí.