Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Afmælisfagnaður í Heiðarskóla
Miðvikudagur 7. október 2009 kl. 13:32

Afmælisfagnaður í Heiðarskóla


Nemendur og starfsfólk Heiðarskóla fagna 10 ára vígsluafmæli skólans í dag. Var ýmislegt skemmtilegt gert í tilefni dagsins sem hófst með því að nemendur settu upp litríkt íslistaverk framan við skólann. Að því loknu mynduðu allir keðju utan um skólabygginguna og föðmuðu hana.  Á sal skólans var síðan dagskrá á léttum nótum þar sem nemendur fluttu atriði og nýr skólasöngur var kynntur. Hann heitir Skólinn á heiðinni en höfundur er Bryndís Jóna Magnúsdóttir. Í lok skóladags verður svo öllum boðið upp á skúffuköku og mjólk.

Efri mynd: Skólabyggingin föðmuð.

Neðri mynd: Foreldrafélagið gaf skólanum nýjan hátíðarfána sem afhjúpaður var við þetta tilefni.


VFmyndir/elg.

Ath: Myndir frá deginum verða settar inn á ljósmyndavef Víkurfrétta á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024