Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Afhentu HSS rúmar 500 þúsund krónur
Föstudagur 9. desember 2011 kl. 14:19

Afhentu HSS rúmar 500 þúsund krónur

Þorbjörg Elín Fríðhólm Friðriksdóttir háði hetjulega baráttu viðerfiðan lungasjúkdóm. Í sinni báráttu stóð hún fyrir söfnun til styrktar D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og safnaði meðal annars fyrir ytri öndunarvél. Börn hennar hafa haldið þeirri söfnun sem hún stóð fyrir áfram og hugmyndin um að gera eitthvað á afmælisdegi hennar kviknaði fljótlega eftir að hún lést í desember síðastliðnum. Þorbjörg (Bobbý) hefði fagnað sextugsafmæli sínu fimmtudaginn, 6. október síðastliðinn. Af því tilefni stóðu stóðu börnin hennar, Halli Valli og Erla Björg fyrir tónlistarveislu til heiðurs minningar hennar á Ránni þar sem fjölmargar hljómsveitir komu fram.

Nú í vikunni sem er að líða þá mættu þau Halli Valli og Erla svo upp á HSS og afhentu D-deildinni upphæðina sem hafði safnast, 586 þúsund krónur. Af þeirri upphæð söfnuðust tæplega 160 þúsund krónur í kringum tónleikana en 430 þúsund krónum hafði Þorbjörg safnað sjálf áður en hún lést. Systini Þorgjargar heitinnar gáfu til að mynda veglega gjöf í söfnunina en þau voru vön að gefa hvort öðru myndarlegar gjafir þegar stórafmæli voru annars vegar. Systkinin Halli og Erla vilja þakka öllum þeim sem spiluðu á tónleiknum og þeim sem mættu.

Fyrir þá sem vilja leggja málefninu lið er bent á söfnunarreikninginn
sem helst opinn: Reikningsnúmer: 542-14-402170 kt. 141170 2959

Myndir: Að ofan má sjá son Erlu afhenda upphæðina til HSS og að neðan eru þau systkinin við öndunarvélina sem ber nafnið Bobbý í höfuðið á móður þeirra sem sjá má nánar hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024