Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Afhentu Bókasafni Grindavíkur veglega gjöf
Fimmtudagur 12. apríl 2007 kl. 17:39

Afhentu Bókasafni Grindavíkur veglega gjöf

Bókasafn Grindavíkur fékk góða gesti í heimsókn í gær, þann 11. apríl, þar sem fulltrúar Hitaveitu Suðurnesja komu færandi hendi og afhendu safninu  bókagjöf, Fréttaveituna, sem er fréttabréf Hitaveitu Suðurnesja og starfsmanna hennar, innbundna frá 1987 til 2004.  Efnið er í þremur bindum og er góð heimild um starfsemi og starfsmenn Hitaveitunnar á þessum tíma.

Björn Stefánsson ritstýrði blaðinu á þessum árum og það var hann sem afhenti gjöfina. Ljósmyndari og nýr ritstjóri, Víðir S. Jónsson, var með í för og tók meðfylgjandi mynd af forstöðumanni safnsins, Margréti R. Gísladóttur og Birni að skoða gjöfina.

 

Hitaveitan hafði einnig afhent Bókasafni Reykjanesbæjar eintak viku áður.

 

H: www.grindavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024