Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Afhentu björgunarsveitinni vatnsbirgðir
Föstudagur 6. mars 2009 kl. 08:18

Afhentu björgunarsveitinni vatnsbirgðir


Körfuknattleiksdeild Keflavíkur í samvinnu við Keflvíkinginn og vatnsútflytjandann Jón Ólafsson, afhenti í gær Björgunarsveitinni Suðurnes umtalsverðar birgðir af vatni, átöppuðu á flöskur. Fyrirtæki Jóns Ólafssonar, Icelandic Water Holdings ehf  hefur látíð körfuknattleiksdeildinni í té vatn sem deildin hefur t.d. notað til vekja athygli á mikilvægi vatnsdrykkju og hollustu, í fjáröflunarskyni eða til þjóðþrifamála.
Að sögn Kára Viðars Rúnarssonar, formanns björgunarsveitarinnar, koma þessar birgðir sér vel fyrir sveitina en hún heldur úti sérstökum neyðargámi sem þarf að innihalda vatnsbirgðir auk búnaðar sem grípa þyrfti til á neyðarstund, s.s. við stórslys eða náttúruhamfarir.
---

VFmynd/elg – Margeir Elentínusson, formaður körfuknattleiksdeildarinnar og Kári Viðar Rúnarsson, formaður björgunarsveitarinnar Suðurnes við afhendingu vatnsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024