Afhenti gjöf til minningar um för á Kilimanjaro
Kristján Pálsson formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja og Ungmennafélags Njarðvíkur færði í gær Árna Sigfússyni bæjarstjóra og Björk Guðjónsdóttur forseta bæjarstjórnar að gjöf flagg Reykjanesbæjar sem hann tók með sér á tind Kilmanjaro í Afríku í byrjun árs ásamt ljósmynd af áfanganum
Kristján sagði jafnframt frá ferðalaginu upp á tindinn en fjallið nýtur vaxandi vinsælda meðal fjallaklifara frá Íslandi.
Kristján komst á tindinn 29. janúar og var skálað í kampavíni á „þaki Afríku“ í 5895 metra hæð. Þar lét hann mynda sig með fána UMFN og Reykjanesbæjar sem blöktu á tindi Kilimanjaro.
Mynd: Kristján afhendir Björk Guðjónsdóttur og Árna Sigfússyni gjöf til minningar um fjallgönguna.
Kristján sagði jafnframt frá ferðalaginu upp á tindinn en fjallið nýtur vaxandi vinsælda meðal fjallaklifara frá Íslandi.
Kristján komst á tindinn 29. janúar og var skálað í kampavíni á „þaki Afríku“ í 5895 metra hæð. Þar lét hann mynda sig með fána UMFN og Reykjanesbæjar sem blöktu á tindi Kilimanjaro.
Mynd: Kristján afhendir Björk Guðjónsdóttur og Árna Sigfússyni gjöf til minningar um fjallgönguna.