AF STAÐ á Reykjanes:Ryðja steini úr vegi
Þátttakendur í gönguverkefninu AF STAÐ á Reykjanesið þræddu Almenningsveg, gömlu þjóðleiðina frá Kálfatjörn að Kúagerði s.l sunnudag. Veðrið skartaði sínu fegursta og allt gekk vel. Þessi fyrrum fjölfarna leið hefur lítið verið gengin í mörg ár. Hún er dálítið erfið yfirferðar á köflum og því hætta á að steyta á steini. Göngufólk tók sig til og kastaði steini úr götunni til þess að þeir sem á eftir koma eigi greiðari leið fyrir höndum. Mælt er til þess að aðrir geri slíkt hið sama og viðhaldi gömlum þjóðleiðum með því að ryðja steini úr vegi svo þeir verði ekki öðrum Þrándur í Götu.
Mynd SJF: Göngufólk kastar fyrsta steininum.