Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Af stað á Reykjanesið: Þjóðleiðagöngur í maí – Ketilstígur
Mánudagur 18. maí 2009 kl. 16:22

Af stað á Reykjanesið: Þjóðleiðagöngur í maí – Ketilstígur

AF STAÐ á Reykjanesið: 3. ferð, laugardaginn 23. maí, kl. 11, Ketilsstígur, Seltún/ Krýsuvík að Katlinum og til baka  - 7 km.
 
Upphafsstaður: Akið Krýsuvíkurveg að skilti sem á stendur Seltún, hverasvæði í Krýsuvík rétt við suðurenda Kleifarvatns.
 
Ketilstígur er hluti af þjóðleið milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar. Á leiðinni verður gengið framhjá Arnarvatni, um Sveifluháls að katlinum sem leiðin dregur nafn sitt af.. Genginn hringur til baka með útsýni yfir Móhálsadal og Núpshlíðarhálsinn. Svæðið býr yfir kyngimagnaðri náttúru, minjum og sögum sem Sigrún Jónsd. Franklín mun miðla á leiðinni. Áætlað er að gangan taki  ca. 3 - 4 klst. með fræðslustoppum. Frekar auðveld leið. Gott er að vera með nesti og í góðum skóm. Allir eru á eigin ábyrgð. Þátttökugjald kr. 1.500. Frítt fyrir börn. Tilvalið er að taka með sér myndavél því litadýrðin og útsýnið er stórkostlegt.

Gangan er þriðja ferð af tólf menningar- og sögutengdum gönguferðum um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum sem farnar verða með leiðsögn sumarið ´09. Boðið er upp á þátttökuseðil þar sem göngufólk safnar stimplum fyrir hverja ferð. Þegar búið verður að fara 6 - 12 gönguleiðir verður dregið úr seðlum og einhverjir þrír heppnir fá veglega vinninga. Dregið verður í síðustu göngu. Þátttakendur eru beðnir um að muna efti að taka þátttökuseðla með í ferðir. Allir velkomnir.

Nánari upplýsingar um ferðir
Sigrún Jónsd. Franklín     
www.sjfmenningarmidlun.is
[email protected]/gsm. 6918828


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024