AF STAÐ á Reykjanesið: Sandgerðisvegur, gömul þjóðleið
Menningar- og sögutengd gönguferð sunnudaginn 31. ágúst kl. 11. Lagt af stað frá sundlauginni í Sandgerði. Gengin verður gamla þjóðleiðin milli Sandgerðis og Grófarinnar í Keflavík. Gamla gatan liðast um Miðnesheiðina. Hún hefur nýlega verið stikuð. Á leiðinni ber ýmislegt fyrir augu, s.s. minjar um fólk sem varð úti á heiðinni, hólar og hæðir tengt álfa- og huldufólkssögum, ýmiss örnefni og fleira sem fyrir augu ber. Sigrún Jónsd. Franklín mun miðla fróðleik á leiðinni.
Áætlað er að gangan taki ca. 3-4 klst. með stoppum. Þáttöku- og rútuferð til baka kr. 1500. Frítt fyrir börn. Gott er að hafa með sér nesti og góða skó. Allir eru á eigin ábyrgð.
Gangan er fimmti hluti af sex menningar- og sögutengdum gönguferðum um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum sem farnar eru á tímabilinu frá 1.ágúst – 7. sept. ´08. Boðið er upp á þátttökuseðil þar sem göngufólk safnar stimplum fyrir hverja ferð. Þegar búið verður að fara 3 - 6 gönguleiðir verður dregið úr seðlum og einhver heppinn fær góð gönguverðlaun.
Dregið verður í síðustu göngu. Þátttakendur eru beðnir um að muna efti að taka þátttökuseðla með í ferðir. Sjá nánar um ferðir á www.sjfmenningarmidlun.is
Umsjónarmaður gönguverkefnis
Sigrún Jónsd. Franklín
[email protected]/6918828