AF STAÐ á Reykjanesið gönguhátíð um verslunarmannahelgina
Gönguverkefnið AF STAÐ á Reykjanesið verður með gönguhátíð í umdæmi Grindavíkur um verslunarmannahelgina. Boðið verður upp á fjórar gönguferðir með leiðsögn frá föstudegi til mánudags.
Föstudagur 29. júlí: Skógarferð, Mæting við Selskóg kl. 20:00 fyrir neðan fjallið Þorbjörn, (Fjallað verður um skógrækt í Selskógi o.fl. fróðlegt, 1-2 tíma stutt ganga, ekkert þátttökugjald.
Laugardagur 30. júlí: Strandgönguferð, (Krýsuvíkurberg). Mæting við tóftir Krýsuvíkurkirkju á Krýsuvíkurleið, kl. 11:00 ekið á einkabílum að Selöldu og gengið þaðan að Krýsuvíkurbergi , 3-4 tíma ganga.
Sunnudagur 31. júlí: Seljaferð, (Hraunsel). Mæting við Ísólfsskála kl. 11:00 sem er 10 km austur af Grindavík á Krýsuvíkurleið. Ekið þaðan á einkabílum að Méltunnuklifi og gengið að Hraunseli, um 4 tíma ganga.
Mánudagur 1. ágúst: Hellaferð (Bálkahellir og Arngrímshellir), Mæting kl. 11:00 við Litlu Eldborg, á Krýsuvíkurleið í átt að Selvogi, 3-4 tíma ganga. Þátttakendur mæti með ljós og höfuðfat.
Mælt er með að vera í góðum gönguskóm og taka með sér nesti í ferðir. Allir eru á eigin ábyrgð í ferðum.
Krýsuvíkurberg sést á meðfylgjandi VF mynd.
Þátttökugjald í hverja ferð kr. 1.000, frítt fyrir börn. Leiðsögumaður, Sigrún Jónsd. Franklín, gsm 6918828. Nánar um ferðir á www.sjfmenningarmidlun.is og tjaldsvæði, veitingar og aðra þjónustu á www.grindavik.is