Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Af stað á Reykjanesið: Garður-Keflavík
Þriðjudagur 15. ágúst 2006 kl. 11:48

Af stað á Reykjanesið: Garður-Keflavík

Gönguferð sunnudaginn 20. ágúst í boði Sveitarfélagsins Garðs í samvinnu við  leiðsögumenn Reykjaness og Ferðamálasamtök Suðurnesja.

Garður – Garðstígur – Keflavík, ca. 7 – 8 km
Lagt af stað frá Sundlauginni í Garðinum  kl. 11:00.
Gengin verður efri þjóðleiðin milli Garðs og Keflavíkur, framhjá Ellustekk, neðan Heiðarbæjar, ofan Langholta, framhjá Ranglát og Prestsvörðunni, um Berghóla og leiðinni síðan fylgt ofan Hólmsbergs að Keflavíkurborginni ofan Grófarinnar.
Þessari gömlu þjóðleið, líkt og Sandgerðisveginum, sem genginn verður í næstu ferð, hefur lítill gaumur verið gefinn í seinni tíð, en við hana má berja margt merkilegt augum ef vel er að gáð.
Hópnum verður ekið til baka að upphafsstað. Rútugjaldið er kr. 500-, en frítt fyrir börn yngri en 12 ára.
Gangan tengist Sólseturshátíðinni í Garðinum, sem verður haldin þessa helgi, og er liður í dagskránni.

Gangan er þriðji hluti af fimm menningar- og sögutengdum gönguferðum um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum á tímabilinu frá 6.ágúst – 3. sept. ´06.
Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa gefið út göngukort “Af stað á Reykjanesið” og hafa jafnframt verið að stika gömlu  þjóðleiðirnar. Leiðsögumenn Reykjaness sjá um fræðsluna og leiða hópinn. Reynt verður að gera göngurnar bæði skemmtilegar og fræðandi. Ferðirnar miðast við alla fjölskylduna og er áætlað að hver ganga taki  ca. 4 klst. með leiðsögn og nestisstoppi. Boðið verður upp á  kort þar sem göngufólk safnar stimplum fyrir hverja ferð. Þegar búið verður að fara 3 - 5 þjóðleiðir verður dregið úr kortum og einhver heppinn fær góð verðlaun. Dregið verður eftir síðustu gönguna. Þeir þátttakendur, sem fengu kort eftir fyrstu ferðina eru minntir á að taka það með sér til stimplunar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024