AF STAÐ á Reykjanesið: Fimm gönguferðir í maí
Síðastliðin tvö sumur hefur verið boðið upp á gönguverkefnið AF STAÐ á Reykjanesið - gönguferðir með leiðsögn um gömlu þjóðleiðirnar á Reykjanesskaganum. Ferðirnar hafa verið vel sóttar og áhugi fólks mikill á að kynnast náttúru og sögu Reykjanesskagans.>
Í maí verður boðið upp á fimm menningar- og sögutengdar gönguferðir um hluta af gömlu þjóðleiðunum í upplandi Hafnarfjarðar. Ferðirnar verða á laugardögum frá 3.- 31. maí og byrja kl. 11.
1. ferð: 3. maí, Selvogsgata. Bláfjallaleið/slysavarnarskýli – Kaldársel. 7 km
Upphafsstaður: Akið Krýsuvíkurleið frá Hafnarfirði þar til komið er að skilti sem á stendur Bláfjöll, beygt þar til vinstri og ekið í um 10 mín. til móts við slysavarnarskýli sem er ofar, hægra megin við veginn, undir Grindaskrörðum.
2. ferð: 10. maí, Ketilsstígur. Djúpavatnsleið – Krýsuvík, Sveinshús. 7 km
Upphafsstaður: Akið Krýsuvíkurleið frá Hafnarfirði að skilti þar sem á stendur Djúpavatn, beygt þar til hægri og ekið að skilti, sem á stendur “Ketilstígur”.
3. ferð: 17. maí, Alfaraleið. Hvassahraun – Straumur. 7 km
Upphafsstaður: Akið Reykjanesbraut að skilti þar sem á stendur Hvassahraun, þar er ekin slaufa undir brautina að bílastæði og áningarborði sunnan hennar.
4. ferð: 24. maí, Stórhöfðastígur. Djúpavatnsv./Undirhlíðav. – Hvaleyrav. skátask. 9 km
Upphafsstaður: Akið Krýsuvíkurleið frá Hafnarfirði þar til komið er að skilti sem á stendur Djúpavatn. Veginum er fylgt uns komið er að skilti, sem á stendur “Hrútagjárdyngja” við bílastæði.
5. ferð: 31. maí, Selvogsgata. Kaldársel – Hafnarfjörður, Strandberg/Hafnarborg. 9 km
Upphafsstaður: Akið frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði eftir skiltum í átt að Kaldárseli.
Leiðsögumenn verða með í för og miðla menningar- og sögutengdum fróðleik. Göngurnar taka 3 – 4 tíma með fræðslustoppum. Hugmyndin er að göngufólk fái stimpil fyrir hverja ferð á þátttökuseðil. Eftir 3 - 5 gönguferðir er hægt að skila seðlum og vera með í potti sem dregið verður úr eftir síðustu gönguna. Þrír vinningar verða í boði, útivistarvörur frá Cintamani.
Mæting er við upphafsstað göngu. Ekið verður með þátttakendur í rútu til baka. Rútugjald er kr. 500. Frítt fyrir börn. Gönguferðirnar er í boði Hafnarfjarðarbæjar. Ferðamálasamtaka Suðurnesja og sjf menningarmiðlunar.
Nánari upplýsingar: