Af hverju lesum við glæpasögur?
Katrín Jakobsdóttir með erindi í Bókasafni Sandgerðis.
Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur og þingkona ætlar að fjalla um glæpasöguformið og velta upp spurningunni Af hverju lesum við glæpasögur? í Bókasafni Sandgerðis næstkomandi miðvikudag, 12. nóvember. Viðburðurinn hefst kl. 20 og eru allir velkomnir.
Dagskráin er liður í samstarfsverkefni almenningsbókasafna á Suðurnesjum Kynning á bókmenntaarfinum og styrkt af Menningarráði Suðurnesja.