Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ævintýrið um norðurljósið frumflutt í Hörpu
Föstudagur 1. desember 2017 kl. 10:09

Ævintýrið um norðurljósið frumflutt í Hörpu

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Óperu-ballett sýningin „Ævintýrið um norðurljósin“ verður sýnt þann 2. desember nk. í Norðurljósasal Hörpu en Alexandra Chernyshova semur óperuna og er þetta í annað sinn sem hún semur óperuverk.

Alexandra býr í Reykjanesbæ og kennir tónlist við Stóru-Vogaskóla þar sem stofnaður hefur verið skólakór en nokkrir nemendur skólans taka þátt í uppsetningunni. Ásamt Alexöndru taka aðrir söngvarar þátt í sýningunni og í henni verða einnig ballett dansarar, fjórtán manna kammersveit og ýmsir stjórnendur. Þetta er vetrarævintýrasaga þar sem amman Valdís segir barnabörnum sínum sögu þegar þau voru í heimsókn hjá henni í vetrarfríinu sínu.

Víkurfréttir hittu Alexöndru ásamt kór Stóru-Vogaskóla á dögunum, spjölluðu við hana um verkið og fylgdust með æfingu eins og sjá má á myndskeiðinu hér að ofan.