Ævintýri með A-ferðum
Vélsleðaferðir og fljótasiglingar eru meðal þess sem A-ferðir bjóða uppá, en einnig er hægt að sérpanta ferðir. Fyrirtækið er í eigu Geysis-vélsleðaferða og Bátafólksins.Fljótasiglingar á HvítáFriðrik Árnason, framkvæmdastjóri A-ferða, sagði að það væri búið að vera brjálað að gera, það sem af er sumri. „Vinsælustu ferðirnar hjá erlendum ferðamönnum eru vélsleðaferðir á Mýrdalsjökul og Gullfoss og Geysis ferðir. Íslendingar fara einnig mikið í vélsleðaferðir á Mýrdalsjökul og í bátaferðir á Hvítá“, segir Friðrik og bætir við að fólk hafi verið mjög ánægt með ferðirnar og það sýni sig best á því að flestir Íslendingar sem koma, eru að koma í annað og þriðja skipti.Spennufíklar fá sittA-ferðir eru með ferðir fyrir alla, jafnt að sumri sem vetri og af mismunandi erfiðleikastigum. Í boði eru fjölbreyttar pakkaferðar, m.a. gönguferð niður með Glym í Hvalfirði, sem er hæsti foss á Íslandi, vélsleðaferðir á Mýrdals- og Langjökul og fljótasiglingar á Hvítá og Jökulsá eystri og vestari í Skagafirði. „Við erum líka með ferðir fyrir spennufíkla eins og „Beinbrjóturinn“ (The Bonebreaker), en þá er farið niður Jökulsá eystri á gúmmíbátum, sem er oft sögð vera kraftmesta fljótasiglingaá í Evrópu“, segir Friðrik og kalt vatn rennur milli skinns og hörunds á blaðamanni við lýsinguna.Á hundasleða yfir HellisheiðiFjölskyldufólk getur líka fundið skemmtilegar ferðir við sitt hæfi. A-ferðir bjóða t.d. upp á hundasleðaferð á Mýrdalsjökli á sumrin, en sú ferð er farin yfir Hellisheiði á veturna. Einnig er boðið upp á jeppaferðir í Þórsmörk, Landmannalaugar, og um Krísuvík en þá er endað í Bláa lóninu. Klettaklifur og rallýbílaakstur heillar marga og nokkurra daga vélsleðaferðir og gönguskíðaferðir er að finna á löngum lista A-ferða. „Við erum að byggja nýjan skála við Langjökul, Kjalarmegin. Þar kemur til með að verða svefnaðstaða fyrir 20-30 manns, og matsalur fyrir 100 manns. Skálinn mun breyta heilmiklu fyrir okkur, því þarna verður frábær aðstaða“, segir Friðrik og ítrekar að ekkert mál sé að taka við séróskum um ferðir ef um hópa er að ræða. Pöntunarsíminn er 588-0880, fax: 588-1881 og netfang: [email protected]