Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ævintýri á Indlandi
Þriðjudagur 10. febrúar 2015 kl. 06:50

Ævintýri á Indlandi

– jóga, nudd og mótorhjólaferðir í Kerala



Dagný Alda Steinsdóttir, jógaleiðbeinandi og menningarstjórnandi, hefur staðið fyrir menningarferðum til Indlands sl. 5 ár og þangað hafa Suðurnesjamenn sótt sér næringu og hreyfingu sem byggir á Ayurvedískum fræðum.



Dagný lærði jóga á Indlandi og kennir hópum í Myllubakkaskóla og þar má nú finna áhugasama iðkendur sem stefna á Indlandsferð í mars en þar verður kennt daglegt jóga undir leiðsögn indverska meistarans Saji.


Dagný bjó í Bandaríkjunum í 26 ár, bæði Oregon og Arizona og er innanhúsarkitekt að mennt auk þess sem hún hefur lokið meistaranámi í menningarstjórnun frá Bifröst. Hún rekur kaffi- og veitingahúsið Dunhaga á Tálknafirði á sumrin fyrir ferðamenn og er nýtekin við sem varaformaður menningarráðs Reykjanesbæjar.


Fyrsta ferðin var farin árið 2009 en þá fór Dagný með tvo hópa af keflvískum konum eftir að hún hafði sjálf heimsótt þetta heillandi land og komið til baka að eigin sögn breytt manneskja. 

„Það kom í ljós að það voru svo margar konur sem fannst Indland vera framandi en á sama tíma ógnvekjandi. Fólk er ragt við að fara svona ferð einsamalt en þegar fréttist af ferðinni minni var ég hvött til þess að fara í aðra ferð og taka fleiri með. Það getur verið svo gott að hafa traust hreiður eða samastað þaðan sem þú getur séð og upplifað menninguna og það í vellystingum miðað við Indland“ segir Dagný og leggur á að jóga sé fyrir alla.
 Dagný kynntist jógakennaranum Saji á Indlandi og í framhaldi bauð hún honum til Íslands og hélt fjölda námskeiða bæði í Keflavík, Reykjavík og á Tálknafirði og Hellu.



Indverskur jógameistari kemur til Íslands – Hvar er allt fólkið?


Saji var þá 41 árs en hafði aldrei farið frá bænum sínum. „Þetta var eins og að ættleiða barn“ segir Dagný og hlær. „Það var erfitt að fá vegabréf fyrir hann og koma honum til landsins. Hann hafði aldrei ferðast í flugvél og kom til landsins með sama sem engan farangur og í fötum sem gerð voru fyrir hlýrra loftslag. Hér í Keflavík voru góðhjartaðar konur á fullu að prjóna á hann lopaflíkur.
Þegar hann leit út um gluggann hjá mér spurði hann undrandi: „Hvar er allt fólkið“? Hér voru stórar götur en enginn á ferli. Eftir að hafa verið hér sumar komst hann ekki yfir það hvað við áttum mikið; hreint vatn sem dældist út úr krananum og upphituð stór hús. Hann hélt að allir væru ríkir á Íslandi. Hann og Tolli myndlistarmaður urðu góðir vinir, þeir hugleiddu saman og svo fóru þeir saman á Litla hraun til þess að kynna fyrir föngunum jóga. Þar sagði Saji að þeir væru heppnir að vera lokaðir inni. Fangarnir skyldu þetta ekki en þá útskýrði hann fyrir þeim að í fyrsta sinn ættu þeir allan tímann í heiminum til þess að hugsa og breyta lífi sínu. Það gætu þeir ekki ef þeir væru að vinna á hverjum degi.“



Saji leiðbeinir hópunum sem Dagný kemur með til Indlands og Dagný tekur fram að jóga sé fyrir alla.
„Flestir sem hafa farið í þessar ferðir hafa aldrei farið í jóga áður. Sumir hafa sagt: „Ég er ekki viss um að ég vilji vera í jógatímum“, en svo kemur í ljós að fólki líður svo vel eftir jógatímana og svífur inn í daginn. Með því að byrja daginn á jóga erum við að fylgja indverskri tímasetningu, fólk vaknar snemma á morgnana til að biðja bænir og koma sem flestu í verk áður en sólin rís. Þannig erum við hluti af þessari indversku hrynjandi.




Fort Kochin í Kerala


Fort Kochin er lítill bær eða úthverfi frá borginni Kochin. Bærinn þykir lítill en þar búa um 10 þúsund manns. Sérstaða hans er sú að hann er eini bærinn sem hefur verið hertekinn af þremur ólíkum heimsveldum: Portúgölum, Hollendingum og síðast Englendingum og víða má sjá áhrif þess í arkitektúrnum. Bærinn var í alfaraleið, á sjálfum silkiveginum og við Arabíuhafið.


„Það er nú kannski þess vegna að fólk er öðruvísi þarna og þetta er sennilega eini staðurinn þar sem að hlutfall hindúa, músmlima, kristinna og jafnvel gyðinga er jafnt en á flestum öðrum stöðum á Indlandi eru íbúar 90% hindu. Þarna eiga flestir nóg að bíta og brenna og börnin fara frítt í skóla. Flestir tala einhverja ensku og þú sérð ekki betlara á götunum.


Þarna eiga Ayurvedísk fræði uppruna sinn en það er mörgþúsund ára læknisfræði sem byggir á jafnvægi hugar, líkama og sálar. Það er meira að segja til eitthvað sem heitir Ayurvedískur arkitektur og segir til um það hvernig húsið eigi að snúa gagnvart áttum og fleira. Að auki má nefna ayurvedískt matarræði og jóga. Þess má til gamans geta að þarna fóru Bítlarnir til þess að kynna sér þessi ayurvedísku fræði og jóga.“



In India you can smell the worst and best smell


Sagt er að fólk annað hvort elski Indland eða hati það eða – „because in India you can smell the worst and best smell“. En að sögn Dagnýjar Öldu er ferðalagið eins og að stíga 100 ár aftur í tímann. „Það er svo áhrifaríkt að sjá heilt þjóðfélag sem er borið uppi af mannafli einu.


„Það sem hefur alltaf staðið upp úr hjá fólki eftir ferðirnar er vellíðanin og jóga. Þú ferð í jóga á hverjum degi og það breytti svo miklu hvernig fólki leið í líkamanum. Þvínæst er daglegt nudd og hollt fæði samkvæmt kerala hefð.


Sumir leigja sér mótorhjól og í dagsferðir eða lengri ferðir aðrir leigja sér vespu og skreppa á kryddmarkaðinn eða fiskimarkaðina nú eða bara ströndina. Það er bara frelsið enda verða allir að finna sinn stað, það er enginn eins og mismunandi hvað menn vilja fá út úr ferðinni. Sumir fara á danssýningar eða skoða teekrurnar í fjöllunum eða siglingu um síkin í bambusbátum þar sem má finna hundruð lítilla þorpa. Þegar þú ferð í þorpin kemur í ljós að eitt þeirra framleiðir reipi úr kókoshnetum á meðan annað ræktar bara pipar og það eru pipartré út um allt. Indland er eins og konfekt, augnakonfekt, þú ert að taka myndir allan tímann. Það er alltaf eitthvað á hverju augnabliki sem kemur spánskt fyrir sjónir.

Uppi í fjöllunum er Kerala fíllinn í villtum hjörðum og hann tengist sterkt mannlífinu í Kerala. „Við förum á stöð þar sem ungir fílar hafa orðið viðskila við hjörðina og þeir eru þjálfaðir og seldir í musterin. Farið er með þá í fljótið sem rennur frá Munar á hverjum morgni og þeir skrúbbaðir með kókoshnetum. Þá er Indland þekkt fyrir dýrindis silki og á hótelinu er skraddarinn sem sér um að sauma eftir óskum. Margir hafa látið sauma á sig sari sem er hefðbundinn klæðnur kvenna (ath hindu) en einnig er hægt að láta sauma á sig jakkaföt, skyrtur og hvað sem hugurinn girnist.



Næsti hópur fer til Indlands í mars og enn eru nokkur sæti laus. Dvalið er á hótelinu Old Lighthouse sem er alveg við ströndina, sannkölluð einkaströnd við Arabíahaf. Hótelið var byggt á 18. öld af Portúgölum og hefur verið gert upp frá grunni en þar skammt frá hvílir hinn þekkti landkönnuður Vasco da Gama og netin sem fiskimennirnir nota við ströndina eru rakin til Gengis Kahn og þekkjast eingöngu í Kerala.



Eyrnahreinsarinn og skraddarinn


„Ef að fólk hefur einhvern tímann haft þann draum að heimsækja framandi þá er eins og samtíðin hafi sleppt Indlandi í þróuninni. Samt virkar þetta einhvern veginn fyrir Indverja í þessu ótrúlega landi þar sem fleiri milljónir búa en allir hafa vinnu hvort sem það er eyrnahreinsarinn, skraddarinn, kjötframleiðandinn og allar litlu verslanirnar. Indverjar hafa barist gegn stórverslunum og þeir vita það að stórar verslanir eins og Walmart myndu eyðileggja allt mynstrið og kalla fram atvinnuleysi. Við getum svo margt lært af Indlandi þótt þeir séu frumbyggjar ennþá. en samt einhvern vegin virkar þetta fyrir Indverja í þessu ótrúlega landi þar sem fleiri, fleiri milljóna manns að þar hafa allir vinnu. Eyrnahreinsarinn, skraddarinn, kjötframleiðandinn margar litlar búðir. Þau hafa barist gegn stórverslunum og vita það ef það kæmi ein stórverslun eins og walmart myndi það eyðileggja allt mynstrið, atvinnuleysi og volæði. getum lært ennþá svo margt af þeim þótt þeir séu frumbyggjar ennþá.

Að sögn Dagnýjar er Indland kjörinn staður fyrir fólk sem vill breyta um lífsstíl.


„Fólk fær forsmekk af því hvernig það er að líða vel inni í sjálfum sér. Margir sem koma með mér í þessar ferðir eru á ákveðnum krossgötum í lífið sínu og vilja skoða viðhorf sitt til lífsins og oft hef ég séð mikla breytingu á fólki. Það kemur á flugvöllinn í svörtum eða gráum fötum og fer í rauðum, bláum og fjólubláum fötum“, segir Dagný og hlær.


„Það eru allir brosandi í Kerala, þótt það eigi ekki stór hús eða húsgögn inni hjá sér og maður sér að fólki líður vel, það virðist vera hamingjusamt þótt það eigi svo lítið. Það er svo nægjusamt og það kennir okkur hvað við eigum mikið. Allir þessir hlutir sem við eigum eru kannski ekki að gera okkur hamingjusöm – því þetta snýst alltaf um okkar eigið viðhorf.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024