Ævintýraskóli í júní
Allir krakkar á Suðurnesjum á aldrinum 6 til 15 ára eiga nú þess kost að fara í Ævintýraskólann í Púlsinum, Sandgerði í júní. Starfræktur verður fjölbreyttur og skemmtilegur skóli þar sem aðaláherslan verður á sköpun og leikgleði barna og unglinga. Ævintýraskólinn hefst 4.júní og verður honum skipt upp í vikutímabil, þrjár klukkustundir á dag. Nemendur geta skráð sig til þátttöku í eina viku eða verið með allar þrjár vikurnar sem skólinn verður starfandi. Hugmyndin með Ævintýraskólanum er að örva sköpunargleði barna og unglinga, til þess að þau geti sjálf nýtt sér það sem þau læra og átt litríkt sumar. Sérstök unglingasmiðja verður einnig í þessum skóla og fá unglingarnir sérsniðin verkefni með ævintýralegu sniði sem hentar þeirra áhugasviði og aldri. Námsefni Ævintýraskólans verður ma. leiklist, þjóðsögur og ævintýri, útileikir, fuglaskoðun, fjöruferð, stomp, karokí, krakkajóga og slökun. Takmarkaður þátttakendafjöldi. Tryggðu barninu þínu pláss! Skráning er hafin á netinu www.pulsinn.is / ([email protected]) og í síma 848-5366.